Hví höfnuðu Danir evrunni?

Draumurinn um stórríkið
er ekki draumur fólksins
Það kom á óvart þegar danskir kjósendur höfnuðu því haustið 2000 að taka upp evruna þrátt fyrir gífurlegan þrýsting sem þeir voru beittir. Af hverju var svar Dana neikvætt?

Niðurstaða þjóðaratkvæðisins var í fullu samræmi við fyrri sögu málsins. Draumurinn um evrópska stórríkið hefur aldrei átt hljómgrunn í Danmörku. Þegar Bretar gerðust aðilar að ESB (þá Evrópubandalag) töldu Danir sig tilneydda að fylgja á eftir þar sem Bretland var helsta viðskiptaland þeirra enda var þeim talin trú um að aðeins væri um efnahagssamstarf að ræða.
Þegar Maastrich-sáttmálinn var lagður undir dóm kjósenda 1992 áttaði fólk sig loksins á því að ESB er annað og meira en samvinna um efnahags- og tollamál og meiri hlutinn hafnaði aðild að sáttmálanum. Mjög litlu munaði að sama gerðist í Frakklandi. Danir samþykktu síðar sérsniðinn Maastrich-sáttmálann með ýmsum mikilvægum fyrirvörum.

Danir sáu vafalaust kostina við að losna við að skipta peningum þegar ferðast er um meginlandið. En þeir höfnuðu evrunni vegna þess að evran og allt sem henni fylgir er afdrifaríkur áfangi í samrunaferli aðildarríkjanna - mikilvægt skref í átt til stórríkisins. Endurteknar skoðanakannanir hafa margsýnt að andstaða dönsku þjóðarinnar við að sogast inn í fyrirhugað stórríki er mjög mögnuð og rótgróin. Sjá einnig Evran.

Reynsla Norðmanna

Hví höfnuðu Norðmenn aðild
að ESB 1974 og 1994?


Þeir sem halda að Íslendingar gætu varðveitt yfirráð sín yfir fiskimiðunum þrátt fyrir aðild að ESB ættu að kynna sér reynslu Norðmanna. Óviðunandi samningsuppkast um sjávarútvegsmál var aðalástæða þess að Norðmenn felldu aðild að ESB 1994. Norges Fiskarlag, norsk heildarsamtök sjávarútvegs bentu á, að Norðmenn yrðu að gefa eftir varanlegan yfirráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar en þremur árum síðar á hafsvæðinu þar fyrir norðan. Ekki fengjust neinar tryggingar gegn kvótahoppi og Noregur hefði því aðeins tryggt sér aðlögunarfrest í skamman tíma.

Gengi krónunnar

Danir og
Norðmenn

Söguleg
veiðireynsla

Úr ýmsum áttum

Stjórnarskrá ESB

Marklaus kosning

Fjárkröfur ESB

Hví sögðu Svíar nei?

ESB og EES
The EU and EEA

Norska Stórþingið

Norges Fiskarlag: Noregur hefði misst
forræðið yfir nýtingu fiskistofna

Norges Fiskarlag benti einnig á að strandríkjunum væri best treystandi til að stjórna nýtingu auðlindanna í hafinu á sem skynsamlegastan hátt og þróun hafréttarmála hefði því fært þeim forræði varðandi stjórn og nýtingu fiskistofna. Með aðild að ESB myndi Noregur missa forræðið yfir nýtingu fiskistofnanna. ESB myndi annast gerð fiskveiðisamninga við ríki utan þess, m.a. við Rússa. Stofnanir ESB myndu ákveða lágmarksstærð á fiski, möskvastærð veiðarfæra,  svæðaskiptingu og lokanir veiðisvæða. Samtökin bentu á að sjómenn og útgerðarmenn hefðu haft mikil áhrif á þær  ákvarðanir sem teknar hefðu verið í norskum sjávarútvegi á liðnum áratugum og gott samstarf væri milli vísindamanna, yfirvalda og hagsmunasamtaka. En ef  ESB tæki við stjórn sjávarútvegsmála yrði mikil fjarlægð milli þeirra sem ákvarðanirnar taka og hinna sem starfa ættu eftir þeim.
Samtökin minntu einnig á að samkvæmt reglum ESB væri
eftirlit með fiskiskipum í höndum fánaríkisins en ekki strandríkisins. Því myndu t.d. spænsk yfirvöld hafa eftirlit með spænskum skipum í norskri lögsögu og Spánverjar myndu ákveða viðurlög við brotum spænskra skipstjóra á fiskimiðunum við Noreg. Sjá einnig Sjávarútvegur, Söguleg veiðireynsla.